Mín framtíð
Verkiðn stóð fyrir Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fór fram í Laugardagshöll dagana 14.-16. mars 2019. Á sama tíma kynntu fræðsluaðilar fjölbreytt námsframboð á framhaldsskólastigi.
35 framhaldsskólar tóku þátt í sýningunni þar sem fjölbreytt námsframboð þeirra var kynnt og starfsemi. Fjölmargir lögðu leið sína í höllina og þótti vel til takast.
Nokkrir nemendur úr Borgarholtsskóla tóku þátt í keppninni, bæði úr bílagreinum og málmsmíði.
Eftirfarandi nemendur Borgarholtsskóla röðuðu sér í efstu sætin í bíliðngreinum:
Bifreiðasmíði
Sölvi Bjarnason
Gabríel Erik Sveinsson
Grétar B. Guðmundsson
Bifvélavirkjun
Alexander Þórðarson
Þórunn Anna Orradóttir
Úlfar Alexandre Rist
Bílamálun
Samúel Þór Sölvason
Diago Meireles Da Silva
Stefán Óli Ásgrímsson.