Mín framtíð

19/3/2019 Bíliðngreinar Málmiðngreinar

  • Úr bás Borgarholtsskóla í Laugardalshöll
  • Úr bás Borgarholtsskóla í Laugardalshöll

Verkiðn stóð fyrir Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fór fram í Laugardagshöll dagana 14.-16. mars 2019. Á sama tíma kynntu fræðsluaðilar fjölbreytt námsframboð á framhaldsskólastigi.

35 framhaldsskólar tóku þátt í sýningunni þar sem fjölbreytt námsframboð þeirra var kynnt og starfsemi. Fjölmargir lögðu leið sína í höllina og þótti vel til takast.

Nokkrir nemendur úr Borgarholtsskóla tóku þátt í keppninni, bæði úr bílagreinum og málmsmíði.

Eftirfarandi nemendur Borgarholtsskóla röðuðu sér í efstu sætin í bíliðngreinum:

Bifreiðasmíði
Sölvi Bjarnason
Gabríel Erik Sveinsson
Grétar B. Guðmundsson

Bifvélavirkjun
Alexander Þórðarson
Þórunn Anna Orradóttir
Úlfar Alexandre Rist

Bílamálun
Samúel Þór Sölvason
Diago Meireles Da Silva
Stefán Óli Ásgrímsson.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira