Menningarferð í Garðabæ

4/11/2021 Listnám

  • Tónleikar Hallveigar Rúnarsdóttur og Hrannar Þráinsdóttur
  • Spjall við nemendur eftir tónleika
  • Nemendur skoða Hönnunarsafnið
  • Nemendur á Hönnunarsafni Íslands
  • Nemendur á Hönnunarsafni Íslands

Á dögunum fóru nemendur á fyrsta ári í SNS ( skapandi námi og starfi) í vettvangsferð ásamt kennurum sínum í Garðabæ. 

Nemendur fóru fyrst á hádegistónleika í Tónlistarskóla Garðabæjar þar sem þeir hlýddu á söng Hallveigar Rúnarsdóttur við undirleik Hrannar Þráinsdóttur. Hallveig og Hrönn buðu upp á umræður eftir tónleikana þar sem nemendur fengu að spyrja þær spurninga varðandi tónleikana, tónlistina og starf þeirra. 

Hópurinn gekk síðan yfir á Hönnunarsafn Íslands þar sem þau fengu leiðsögn um sýningu á verkum Kristínar Þorkelsdóttur. Kristín Þorkelsdóttir er einn afkastamesti hönnuður landsins en hún hefur hannað fjölmargar umbúðir um matvæli. Hún er einnig höfundur núgildandi peningaseðlaraðar, sem hún vann að ásamt hönnuðinum Stephen Fairbairn. Þá hefur Kristín hannað urmul auglýsinga, bækur og ýmis þjóðþekkt merki. 

Almenn ánægja var meðal nemenda og kennara með bæði tónleikana og sýningu Hönnunarsafnsins. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira