Meira um samstarf MÍT og Borgó

12/4/2021 Listnám

  • Sigurtillaga Sóleyjar Ragnarsdóttur nemenda í grafískri hönnun

Í vetur unnu nemendur í grafískri hönnun í Borgarholtsskóla og nemendur í rytmískri deild Menntaskólans í Tónlist saman að tónleikum þar sem flytja átti lög Jóns Múla Árnasonar í tilefni 100 ára afmælis hans.

Vegna sóttvarnaraðgerða varð hins vegar að streyma tónleikunum þar sem áhorfendur voru ekki leyfðir í sal. Nemendur í kvikmyndagerð í Borgarholtsskóla voru fengnir til þess að sjá um streymið undir stjórn Þorgeirs Guðmundssonar kennara. Nemendurnir leystu streymisverkefnið með miklum sóma.

Allir sem að þessu verkefni komu voru sammála um að vel hafi til tekist og er vonandi að samstarf þessara tveggja framhaldsskóla muni halda áfram.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira