Matthias leystur út með gjöf

19/10/2017

  • Matthias Heil

Nemendur og kennarar í þýsku hafa undanfarna tvo mánuði notið liðsinnis aðstoðarkennarans Matthias Heil, en hann hefur fyllt í skarð Bernds kennara og staðið sig með sóma.

Matthias stundar nám í ensku og stjórnmálafræði við háskólann í Heidelbeg.

Það er afar dýrmætt fyrir nemendur að njóta leiðsagnar slíks kennara. Þannig fá þeir einstakt tækifæri til að nota þýskuna við raunverulegar aðstæður.

Dvöl hans lýkur nú um mánaðarmótin og af því tilefni afhenti Ingi Bogi Ingason aðstoðarskólameistari honum þakklætisvott frá skólanum.  

Matthias er þakkað kærlega fyrir samstarfið og allt sem hann hefur lagt af mörkum til þýskunnar hér í skólanum.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira