Málstofa um kynjafræði
Fimmtudaginn 30. mars voru kynjafræðikennarar og nemendur þeirra með málþing í Borgarholtsskóla. Meðal skóla sem tóku þátt voru auk Borgarholtsskóla, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Kvennaskólinn, Menntaskóli Borgarfjarðar og Menntaskólinn á Laugarvatni.
Rúmlega hundrað nemendur sóttu 5 málstofur sem höfðu yfirskriftirnar: Kynlífsmenning, Konur í Mið-Austurlöndum, Völvan, Samtökin 78 og Stígamót.
Í lokin stýrði Þórður Kristinsson kennari í Kvennaskólanum pallborðsumræðum þar sem fulltrúar frá öllum skólunum tóku þátt og veltu fyrir sér spurningunni: Af hverju kynjafræði?