Málmgreinaráð stofnað

2/11/2016

  • Málmgreinaráð BHS stofnað 1. nóvember 2016

Málmgreinaráð Borgarholtsskóla var stofnað 1. nóvember 2016. Málmgreinaráð er farvegur skoðanaskipta og samstarfs Samtaka iðnaðarins (f.h. MÁLMS og Félags blikksmiðjueigenda), IÐUNNAR fræðsluseturs, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Félags iðn- og tæknigreina og Borgarholtsskóla, um þróun náms og kennslu í málmiðngreinum.

Markmið:

  • Að stuðla að því að málmiðngreinum standi til boða vel menntað og þjálfað fagfólk.
  • Að vera skóla og fyrirtækjum leiðbeinandi í tækniþróun.
  • Að tryggja að nýjungar skili sér í framboð menntunar í Borgarholtsskóla.
  • Að vera farvegur fyrir áherslur atvinnulífsins í kennslu málmiðngreina á framhaldsskólastigi.
  • Að meta kröfur atvinnulífsins til skólans og getu hans til að uppfylla þær.
  • Að stuðla að því að skólanum séu búin bestu skilyrði til að sinna skyldu sinni.

Stofnfélagar binda vonir við að Málmgreinaráðið eigi eftir að auðvelda samstarf aðila um menntamál í málmiðngreinum, bæta menntunina og fjölga nemendum í málmiðngreinum.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira