Magnaður árangur hjá frjálsíþróttakonu.

30/8/2018

  • Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frjálsíþróttakona í ÍR og nemandi í Borgarholtsskóla vann á dögunum til þriggja verðlauna á Evrópumeistaramóti fatlaðra sem haldið var í Berlín. 

Bergrún vann silfur í langstokki, en lengsta stökk hennar var 4.16 m. Hún vann brons í 100 m og 200 m hlaupi og setti Íslandsmet í báðum greinum.
Með þessum árangri er Bergrún Ósk búin að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramót sem fer fram á næsta ári. Hún ætlar sér að ná góðum árangri á því móti og stefnir að því að taka þátt í Ólympíumóti fatlaðra sem fer fram árið 2020.
Samkvæmt vef Íþróttasambands fatlaðra þá var lengsta stökk Bergrúnar í langstökki besti árangur íslenskrar frjálsíþróttakonu í flokki T37 á erlendum vettvangi.

Bergrúnu er óskað innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira