MACH sýningin
Nokkrir kennarar úr málm- og bíliðngreinum fóru á dögunum til Birmingham á MACH sýningu. Sýningin er ein af stóru sýningunum sem ætlaðar eru fyrir fólk í járniðnaði. Á sýningunni sem stóð dagana 11.-15. apríl var hægt að sjá allt það nýjasta í CNC tækni og tækjum.Á fyrri myndinni sem fylgir eru þeir kennarar sem fóru frá Borgarholtsskóla og sú síðari sýnir vals fyrir flatjárn.