Lýðræðisvika og skuggakosningar

9/4/2018

  • Skuggakosningar 2018

Lýðræðisvika framhaldsskólanna

Lýðræðisvikan fer fram í framhaldsskólum landsins vikuna 9.-12. apríl. Þá eru kennarar hvattir til að leggja fyrir lýðræðistengd verkefni og stuðla að stjórnmálaumræðu í kennslustundum. Lýðræðisvikan endar á skuggakosningum, en áður en nemendur ganga til atkvæðagreiðslu er mikilvægt að þeir taki upplýsta ákvörðun. Einnig munu flokkar í framboði til sveitarstjórnar í Reykjavík kynna sig í upphaf vikunnar en þeir eru 11 talsins.

Dagskrá

Mánudag 9. apríl. Kynning á frambjóðendum í matsal
kl. 12:40 – 13:20
Þriðjudag 10. apríl. Kynning á frambjóðendum í matsal
kl. 12:40 – 13:20
Miðvikudag 11. apríl. Kynning á frambjóðendum í matsal
kl. 12:40 – 13:20
Fimmtud. 12. apríl : Skuggakosningar haldnar í matsal
kl. 09:00 – 16:00

Skuggakosningar

Skuggakosningar eða „skólakosningar“ eru settar upp eins og almennar kosningar. Tilgangur þeirra er að þjálfa þá nemendur sem ekki hafa náð kosningaaldri í að kjósa og undirbúa þá sem hafa aldur til að kjósa í fyrsta sinn. Jafnframt fær ungt fólk reynslu í að skipuleggja og framkvæma hið lýðræðislega ferli kosninga.

Hafa skal í huga:

  • Skuggakosningar fara fram í matsal 12. apríl kl. 09:00 – 16:00
  • Kosningin er leynileg og fer fram í einrúmi.
  • Allir nemendur sem eru fæddir 30 maí 1996 og síðar mega kjósa í Skuggakosningum en aðrir ekki.
  • Kjósendur þurfa að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað    (t.d. nemendaskírteini eða debetkort).
  • Kosið verður um tvennt; til sveitastjórnar í Reykjavík og um hvort eigi að lækka kosningaaldur í 16 ár eða ekki.
  • Öll kosningaspjöll eru bönnuð á kjörstað!

Niðurstöður úr skuggakosningum verða ekki gerðar opinberar fyrr en öllum kjörstöðum til sveitastjórnar hefur verið lokað þann 26. maí, 2018.

Lækkun kosningaaldurs:

Við hvetjum nemendur til að lesa lagafrumvarpið um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár í sveitarstjórnakosningum og um stöðu málsins, á vef Alþingis.

Lagafrumvarpið: http://www.althingi.is/altext/148/s/0040.html

Staða málsins: http://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=148&mnr=40

Meðfylgjandi mynd var fengin af vef #ég kýs.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira