Lýðræðisfundur foreldra
Miðvikudaginn 9. nóvember komu foreldrar á lýðræðisfund undir stjón Ingrid Kuhlman frá Þekkingarmiðlun. Borgarholtsskóli fékk styrk á haustönn til að sporna gegn brotthvarfi og er stuðningur við foreldra einn liður í því átaki. Alls mættu um 40 foreldrar til að ræða saman á lýðræðislegan hátt hvernig megi gera góðan skóla betri.
Spurningarar
sem foreldrar ræddu voru eftirfarandi:
1.
Hvað þarf til að
samskipti foreldra og skóla gangi vel?
2.
Hvernig skóla viljum
við? Til hvers ætlumst við af skólanum?
3.
Hvert er mitt
hlutverk sem foreldris barns í framhaldsskóla?
Mikil og góð umræða skapaðist meðal foreldra og voru þeir sammála um að mikilvægt væri að rödd þeirra heyrðist og þeir fengju tækifæri til að hittast og kynnast. Verið er að vinna úr niðurstöðum fundarins og verður fróðlegt að sjá hvað brennur mest á foreldrum. Niðurstöður verða svo kynntar öllum foreldrum í byrjun næstu annar.
Nemendur Borgarholtsskóla héldu einnig lýðræðisfund í lok október og verður gaman að sjá mun og samhljómun á milli niðurstaðna nemenda og foreldra.