Lýðræðisfundur

20/9/2021

  • Hópur nemenda á lýðræðisfundi
  • Lýðræðisfundur 2021
  • Guðný María og hópur nemenda

Föstudaginn 17. september fór fram lýðræðisfundur eins og venja hefur verið síðustu ár. Á lýðræðisfundum gefst nemendum tækifæri til að viðra skoðanir sínar á skólanum og skólalífinu og rökræða þær við samnemendur.

Fundurinn tókst vel og var þátttaka góð. Á hverju borði var einn kennari sem fór með hópstjórn en umræðan var í höndum nemenda. Megin umræðuefni voru þrjú: Námið, skólinn og félagslífið. Eftir umræðurnar voru helstu niðurstöður kynntar. Fjölbreyttar hugmyndir komu frá nemendum en mikilvægt er að þeirra rödd fái að heyrast í skólanum.

Í umræðum um námið kom til að mynda fram að nemendur vildu fjölbreyttar kennsluaðferðir, meira námsefni í tölvum, reglur um símaleysi og auka aðstoð við námið. Nemendur töldu að betri loftræstingu þyrfti í skólann, fleiri möguleika til leiks í eyðum, fleiri innstungur í miðju kennslustofa og fleira. Nemendum finnst að auglýsa þyrfti viðburði betur og með meiri fyrirvara þegar kemur að félagslífi skólans. Nemendur komu með fjölbreyttar hugmyndir að viðburðum fyrir félagslífið og hugmyndir af afþreyingu innan skólans, til að mynda að fá poolborð, halda spilakvöld og fjölga uppákomum fyrir utan böll. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira