Lýðræðisfundur

20/9/2019

  • Lýðræðisfundur 20. sept. 2019
  • Lýðræðisfundur 20. sept. 2019
  • Lýðræðisfundur 20. sept. 2019
  • Lýðræðisfundur 20. sept. 2019
  • Lýðræðisfundur 20. sept. 2019
  • Lýðræðisfundur 20. sept. 2019
  • Lýðræðisfundur 20. sept. 2019
  • Lýðræðisfundur 20. sept. 2019
  • Lýðræðisfundur 20. sept. 2019

Lýðræðisfundur var haldinn 20. september eins og hefð er orðin fyrir í Borgarholtsskóla. Markmið fundarins er að skapa sameiginlegan grundvöll nemenda og starfsfólks til umræðu, hvetja til gagnrýninnar samræðu og vekja sem flesta til virkni og ábyrgðar. Umræðuefnin snéru að námsumhverfinu, aðstöðu nemenda og félagslífi.

Niðurstöður fundarins voru fjölbreyttar en meðal annars komu nemendur inn á bætt félagslíf með fjölbreyttara klúbbastarfi og viðburðum, að nýta aðstöðu skólans betur sbr. málmskála fyrir almenna nemendur, meira val, þægilegri aðstöðu í stofum hvað varðar borð og stóla, frjálsa mætingu nemenda 18 ára og upp úr, að skylda alla nemendur skólans til að taka kynjafræði og að við skólann starfi sálfræðingur.

Efni fundarins verður tekið fyrir á kennarafundi og munu stjórnendur skólans kynna sér efnið og áherslu nemenda til hlýtar.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira