Lýðræðisfundur

21/9/2018

 • Lýðræðisfundur 21. september 2018
 • Lýðræðisfundur 21. september 2018
 • Lýðræðisfundur 21. september 2018
 • Lýðræðisfundur 21. september 2018
 • Lýðræðisfundur 21. september 2018
 • Lýðræðisfundur 21. september 2018
 • Lýðræðisfundur 21. september 2018
 • Lýðræðisfundur 21. september 2018
 • Lýðræðisfundur 21. september 2018
 • Lýðræðisfundur 21. september 2018
 • Lýðræðisfundur 21. september 2018
Föstudaginn 21. september var hinn árlegi lýðræðisfundur haldinn í þriðja sinn. Á lýðræðisfundum gefst nemendum tækifæri til að viðra skoðanir sínar og rökræða þær við samnemendur.

Að þessu sinni fór umræðan fram á 6 borðum og voru u.þ.b. 60 nemendur sem tóku þátt. Á hverju borði var einn kennari sem virkaði sem hópstjóri en umræðan sjálf var alfarið í höndum nemenda og frá þeim komu hugmyndirnar.

Umræðuefnin voru þrjú:

 • Námið og námsumhverfið (skólastofan)
 • Skólinn sem heild (gangarnir, aðstaða nemenda, mötuneytið o.fl.)
 • Félaglíf – skólabragur.

Eftir umræðurnar voru helstu niðurstöður hvers hóps kynntar.

Að lýðræðisfundinum loknum var öllum niðurstöðum safnað saman og verða þær ræddar á sameiginlegum fundi stjórnenda skólans og stjórnar nemendafélagsins.

Unnur Gísladóttir kennari, Anton Már Gylfason áfangastjóri og Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari sáu um framkvæmd fundarins í samvinnu við nemendaráðið.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira