Lýðræðisfundur

22/9/2017

 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017 - Unnur Gísladóttir
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
 • Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017
Föstudaginn 22. september 2017 var haldinn lýðræðisfundur í Borgarholtsskóla.

Umræðan fór fram á 11 borðum og voru rúmlega 110 nemendur sem tóku þátt. Á hverju borði var kennari sem virkaði sem hópstjóri en hugmyndirnar komu alfarið frá nemendunum.

Markmið lýðræðisfundar er að skapa umræðugrundvöll og hvetja til gagnrýnnar samræðu og virkja sem flesta til virkni og ábyrgðar. Megináhersla er lögð á að raddir nemenda komi fram og heyra þeirra tillögur um starf og félagslíf skólans.

Slíkir fundir hafa verið haldnir áður og hafa niðurstöður þeirra haft áhrif á starfsemi skólans, t.d. er í dag hver kennslustund 60 mín í samræmi við hugmynd sem kom fram á lýðræðisfundi.

Allir nemendur skólans höfðu tækifæri til að taka þátt í fundinum, en skráning fór fram rafrænt.

Umræðuefnin voru þrjú:

 • Námið og námsumhverfið (skólastofan)
 • Skólinn sem heild (gangarnir, aðstaða nemenda, mötuneytið o.fl.
 • Félagslíf - skólabragur

Eftir umræðurnar kynnti einn einstaklingur úr hverjum hópi það málefni sem mikilvægast þótti.

Niðurstöðunum var svo safnað saman og munu nemendur fá tækifæri til að kjósa í rafrænni kosningu þau atriði sem helst er óskað eftir að verði að veruleika.  Unnið verður áfram með þau atriði/verkefni sem hljóta flest atkvæði.

Unnur Gísladóttir kennari sá um framkvæmd fundarins með aðstoð Inga Boga Bogasonar aðstoðarskólameistara og nemendaráðs skólans.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira