Lýðræðisfundur

27/10/2016

  • Lýðræðisfundur 27. október 2016
  • Lýðræðisfundur 27. október 2016
  • Lýðræðisfundur 27. október 2016
  • Lýðræðisfundur 27. október 2016
  • Lýðræðisfundur 27. október 2016
  • Lýðræðisfundur 27. október 2016

Í dag, fimmtudaginn 27. október var haldinn lýðræðisfundur með nemendum.  Slíkur fundur var síðast haldinn fyrir um 3 árum og höfðu niðurstöður hans afgerandi áhrif á starfsemi skólans, t.d.  voru 60 mín. kennslustundir teknar upp í kjölfarið.

Umræða fór fram á 11 borðum og voru rúmlega 10 nemendur á hverju borði.  Á hverju borði var kennari sem virkaði sem hópstjóri en hugmyndirnar komu frá nemendum.

Öllum nemendum skólans var boðið að taka þátt í fundinum en einnig var tryggt að nemendur væru af öllum brautum skólans, jafnt hlutfall kynja og tekið tillit til annarra þátta sem skiptu máli.

Markmið fundarins var að skapa sameiginlegan grundvöll nemenda og starfsfólks til umræðu, hvetja til gagnrýninnar samræðu og vekja sem flesta til virkni og ábyrgðar.

Megináhersla var lögð að raddir nemenda fengju hljómgrunn á jafningjagrundvelli og hjálpa þeim til samábyrgðar og aukinnar meðvitundar um málefni sem snúa að starfi og félagslífi skólans.

Umræðuefnin voru þrjú:

  • Námið og námsumhverfið (skólastofan)
  • Skólinn sem heild (gangarnir, aðstaða nemenda, mötuneytið o.fl.
  • Félagslíf - skólabragur

Eftir umræðurnar kynnti hver hópur það málefni sem mikilvægast þótti.

Niðurstöðunum var svo safnað saman og munu nemendur fá tækifæri til að kjósa í rafrænni kosningu þau 3 atriði sem helst er óskað eftir að verði að veruleika.  Unnið verður áfram með þau atriði/verkefni sem hljóta flest atkvæði.

Undirbúningsvinnan fyrir fundinn var unnin í samráði við nemendaráð.  Sérstakur starfshópur var valinn og í honum sátu Anton kennslustjóri bóknáms, Guðný María kennari á listnámsbraut, Ingi Bogi aðstoðarskólameistari og Torfi nemendaráðsformaður

Fleiri myndir frá fundinum má sjá á facebook síðu skólans .


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira