Lokaverkefni í nýsköpun

3/12/2021 Bóknám

  • Kveikja
  • Menn gráta
  • Snyrtivitund
  • Súrt í matinn

Nýsköpun og frumkvöðlamennt er hluti af bóknámi til stúdentsprófs við skólann. Í lokaáfanga fagsins, NÝS3A05, snýst lokaverkefni nemenda um að vinna í litlum hópi að eigin hugmynd um nýjan hlut, vöru eða þjónustu og stofna í kring um fyrirbærið lítið fyrirtæki með öllu því sem fylgir. Til þess að stuðla að gæðum verkefnanna styðjast þau við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (https://www.un.is/heimsmarkmidin/). Verkefni hópanna eiga að vera til hagsbóta í einhverjum skilningi hvort sem gróðinn er samfélags- eða efnahagslegur.

Í þetta sinn eru nemendur með fjögur fyrirtæki en þrjú þeirra snúast um samfélagslega nýsköpun þar sem vakin er athygli á ákveðnum málefnum.

  • Snyrtivitund er með instagram síðu sem fjallar um umhverfisvænar snyrtivörur og hvernig er hægt að huga að umhverfisvitund við kaup á snyrtivörum.
  • Súrt í matinn er með instagram síðu sem kemur með hugmyndir að því hvernig hægt er að nota sítrónur á síðasta söludegi í allskonar matargerð.
  • Menn gráta er svo fyrirtæki þar sem vakin er athygli á mikilvægi þess að karlmenn tjái tilfinningar sínar.
  • Kveikja eru að framleiða kerti sem brenna og verða að handáburði.

Krakkarnir hafa staðið sig mjög vel en þau unnu að verkefnunum undir leiðsögn Unnar Gísladóttur kennara og einnig veitti Þorbjörg Matthíasdóttir, umsjónarkona nútímastofu, aðstoð.

Allir eru hvattir til að skoða instagram síður fyrirtækjanna þar sem áhugaverðar vörur og hugmyndir eru í boði.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira