Lokasýning útskriftarnema í leiklist
Útskriftarnemar í leiklist á listnámsbraut verða með leiksýningar í Iðnó
sunnudaginn 13. maí. Fyrri sýningin er kl. 17:00 og sú síðari kl.
20:00.
Leikritið Gaukshreiðrið eftir Ken Kesey í leikgerð Dale Wasserman verður sýnt. Þýðingu gerði Karl Ágúst Úlfsson.
Umsjón með uppsetningu höfðu Guðný María Jónsdóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir og Guðmundur Elías Knudsen.
Aðgangur er ókeypis.