Lokasýning útskriftarnema í kvikmyndagerð

11/5/2018

  • Lokasýning nemenda í kvikmyndagerð vor 2018

Nemendur á lokaári í kvikmyndagerð á listnámsbraut sýna kvikmyndir sýnar í Bíó Pardís laugardaginn 12. maí kl 14:00. Kvikmyndirnar eru stuttmyndir og lokaverkefni nemenda.

Kvikmyndagerð til stúdentsprófs er eitt af þremur sviðum í listnámi en einnig er kennd grafísk hönnun og leiklist. Aðgangur er öllum opinn en rétt er að benda á að sumar myndirnar eru ekki við hæfi barna. 

Nemendurnir sem sýna myndir sínar eru; Aðalsteinn Sigmarsson, Bjarnheiður María Arnarsdóttir, Halldór Ísak Ólafsson, Hrafnkell Tumi Georgsson, Hulda Heiðdal Hjartardóttir, Íris Irma Ernisdóttir, Júlíus Hafsteinn Sveinbjörnsson, Kári Haraldsson, Óðinn Harri Jónasson og Sigtryggur Snær Þrastarson

Kennarar á lokaári voru Þiðrik Ch. Emilsson, Curver Thoroddson og Hákon Már Oddsson.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira