Lokasýning útskriftarnema í grafískri hönnun

4/5/2018

 • Lokasýning nemenda í grafískri hönnun vor 2018
 • Verk Kristófers Arons Ægissonar
 • Lokasýning nemenda í grafískri hönnun vor 2018
 • Bjarmi Bergþórsson við verk sitt
 • Lokasýning nemenda í grafískri hönnun vor 2018
 • Yasser Ali Anbari við verk sitt
 • Birkir Elís Benediktsson við verk sitt
 • Lokasýning nemenda í grafískri hönnun vor 2018
 • Magnús Valur Willemson Verheul við verk sitt
 • Brynjar Þór Agnarsson við verk sitt
 • Björn Andri Bergsson við verk sitt
 • Lokasýning nemenda í grafískri hönnun vor 2018 - Hákon Már Oddsson
 • Lokasýning nemenda í grafískri hönnun vor 2018
 • Lokasýning nemenda í grafískri hönnun vor 2018
 • Lokasýning nemenda í grafískri hönnun vor 2018
 • Lokasýning nemenda í grafískri hönnun vor 2018
 • Lokasýning nemenda í grafískri hönnun vor 2018
 • Kristín María Ingimarsdóttir og Hafdís Ólafsdóttir kennarar
 • Lokasýning nemenda í grafískri hönnun vor 2018

Lokasýning nemenda í grafískri hönnun á listnámsbraut opnaði í Borgarbókasafni menningarhúsi Spöng fimmtudaginn 3. maí.

Verk nemanna eru fjölbreytt. Á sýningunni eru m.a. teikningar, skjáverk, bækur og margskonar önnur prentverk ásamt ferilmöppum.

Sýningin mun standa til 16. maí.

Eftirfarandi nemendur eiga verk á sýningunni:

Birkir Elís Benediktsson gerði verkið "B98".
Hjólabretti úr birkikrossviði.
"Myndirnar á brettunum eru úr heimi þar sem allir eiga B98 hjólabretti. Ef safnað er nokkrum brettum verður til heildstæð saga um persónurnar á brettunum
."

Bjarmi Bergþórsson gerði verkið "Fljótandi skissur".
Grafískar teikningar og hreyfiverk.
"Myndir úr skissubók. Form, flæði, myndbygging, endurspeglun og röð endurtekninga. Verkin eru partur af stærra verki sem unnið hefur verið að í meira en ár."

Björn Andri Bergsson gerði verkið "Dótadagur".
Teikningar
"Börn hafa engar áhyggjur af peningum. Þau þurfa ekki að borga reikninga. Þau þurfa bara að fara að sofa á réttum tíma, borða matinn sinn og leika fallega að dótinu sínu. Þau lifa lífinu eins og þau séu milljónamæringar."

Brynjar Þór Agnarsson gerði verkið "Borgir".
Veggspjöld
"Litir og form níu uppáhalds borga"

Kristófer Aron Ægisson gerði verkið "Landvættir".
Teikningar
"Griðungur, gammur, dreki og bergrisi, ógnandi vættir sem vernda landið. Unnið út frá landvættum í íslenska skjaldarmerkinu. Litaþemað er gróið hraun með mosa, jöklar landsins, eldgos og stuðlaberg sem er einkennandi fyrir landið. Ég valdi mosalitinn á griðunginn þar sem hann stendur á jörðinni, gammurinn fékk bláa jökullitinn, drekinn fékk rauðu litbrigði glóandi hrauns og bergrisinn gráa tóna stuðlabergsins."

Magnús Valur Willemson Verheul gerði verkið "The Book of Puns".
Veggspjöld og bókverk
"Krúttlegar fígúrur segja neikvæða eða brandaralega hluti með bros á vör, sama í hvaða aðstæðum þær eru."

Yasser Ali Anbari gerði verkið "Fjölskyldan mín".
Veggspjöld
"Verkið er um fjölskyldu mína og sýnir hvar hver býr og hvað búa margir í hverju landi."


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira