Lokasýning í kvikmyndagerð
Frumsýning á lokaverkefnum kvikmyndanemenda fór fram í Laugarásbíó föstudaginn 15. maí. Mikil eftirvænting var í loftinu en þó voru einungis 50 áhorfendur vegna samkomutakmarkanna og var nýbúið að opna bíóhúsin eftir langa lokun vegna samkomubanns. Hver nemenda mátti aðeins bjóða 2-3 gestum og því ekki gerlegt að bjóða bæði fjölskyldu, leikurum, vinum og hvað þá öðrum áhorfendum en venjulega hefur verið húsfyllir á frumsýningu lokaverkefna.
Guðný María Jónsdóttir sviðsstóri listnáms bauð gesti velkomna og prófdómarinn Ísold Uggadóttir kvikmyndaleikstjóri flutti nemendum hugvekju. Síðan hófst sýningin og var hver myndin sýnd á fætur annarri. Að sýningu lokinni voru kvikmyndakennararnir kallaðir upp þau, Curver Thoroddsen, Hákon Már Oddsson, Kristín María Ingimarsdóttir, Þiðrik C. Emilsson og Þorgeir Guðmundsson. Myndirnar voru sýndar í eftirfarandi röð:
Farðu eftir Guðrúnu Birnu Pétursdóttur
Nóttin eftir Katrínu Ingu Tryggvadóttur
Tilboðið eftir Ólaf Magnús Ólafsson
Bardaginn eftir Andra Óskarsson
Æskuvinir eftir Elínu Hönnu Jónasdóttur
Tveir svartir fuglar eftir Sigurþór Ísfeld Jóhannsson
Ertu ein? eftir Sólrúnu Ósk Pálsdóttur
Síðasti skóladagurinn eftir Pál Kristinn Jakobsson
Klippigólfið eftir Margréti Helgu Jónsdóttur
Það er komið stríð eftir Gunnar Freyr Ragnarsson
Sólon er dauður eftir Hallmann ísleif Sigurðarson
Klikker eftir Oliver Ormar Ingvarsson