Lokasýning í grafískri hönnun

11/5/2020 Listnám

  • Auglýsing á lokasýningu nemenda í grafískri hönnun
  • Nemendahópurinn ásamt kennurunum sínum

Á hverri vorönn eru útskriftarnemar í grafískri hönnun með sýningu á verkum sínum. Vegna aðstæðna í samfélaginu þessa vorönn er sú leið farin að miðla listinni í gegnum vef sem settur var upp í þessum tilgangi.

Vefurinn, sem hefur yfirskriftina Gallerí 208 , var opnaður með viðhöfn í dag, mánudaginn 11. maí. Nafn vefsins vísar til kennslustofunnar sem var vinnustaður nemendanna, allt þar til loka þurfti skólanum vegna samkomubanns í mars síðastliðnum.

Verk nemendanna eru fjölbreytt en þar má sjá veggspjöld, teikningar, hreyfimyndir, bækur og ýmiss konar prentverk ásamt ferilmöppum. Verkin eru unnin í verkstæðisáfanga á lokaári undir leiðsögn Ara Halldórssonar, Hafdísar Pálínu Ólafsdóttur og Kristínar Maríu Ingimarsdóttur.

Nemendurnir sem eiga verk á vefnum eru:
Anna Lena Halldórsdóttir
Anton Darri Jónsson
Árdís Lilja Gísladóttir
Ásrún Anna Daníelsdóttir
Einar Már Baldvinsson
Elva Sehar Samuelsdóttir Gill
Fanney Björg Magnúsdóttir
Hanna Rakel Ingvarsdóttir
Haukur Ingi Tómasson
Hinrik Snær Katrínarson
Ingibjörg Ósk Brynjarsdóttir
Ísak Miri Daníelsson
Katrín Agnes Ellertsdóttir
Nökkvi Þór Þormarsson
Ólavía Sif Kristjánsdóttir
Þorbjörg Kristinsdóttir


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira