Lögreglubíll í yfirhalningu

27/2/2021 Bíliðngreinar

  • Verið að gera upp lögreglubíl
  • Vinna í lögreglubíl
  • Lögreglubíll í yfirhalningu

Nemendur í bifreiðasmíði og bílamálun vinna núna að því skemmtilega verkefni að gera upp lögreglubíl sem kominn er til ára sinna. Bíllinn, sem er Ford Econline 350, kemur frá Vestmannaeyjum en þar var hann í notkun í þrjátíu ár. Ætlunin er að bíllinn fari á Lögregluminjasafnið eftir að nemendur, undir handleiðslu kennara, hafa farið yfir hann fimum höndum. Bíllinn verður ryðbættur, smíðað nýtt inn í hann auk þess sem hann verður massaður og þeir bílahlutar sprautaðir sem þarf. Það verður virkilega gaman að sjá hvernig til tekst. 

Fyrirtækið Poulsen hefur ákveðið að ganga til liðs við skólann og styrkja verkefnið með því að gefa það efni sem til þarf í mössun og málun. 

Ekki er ólíklegt að fleiri gömul ökutæki lögreglunnar kíki við í yfirhalningu í Borgarholtsskóla. Það stendur til að mynda til að gera upp gamalt Harley Davidson mótórhjól en það verður að öllum líkindum verulega spennandi verkefni fyrir nemendur í bíliðngreinum.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira