Listaverk í bílamálun

16/2/2021 Bíliðngreinar

  • Verkefni í bílamálun
  • Verkefni í bílamálun
  • Verkefni í bílamálun

Nemendur í bílamálun voru að frumsýna listaverk sem þau hafa verið að vinna að í áfanganum Teikning og hönnun (BTH2A03).

Nemendur fengu það verkefni að skapa mynd að eigin vali en myndin þurfti þó að innihalda hring, þríhyrning og ferning. Þessi fyrirmæli hafa þríþættan tilgang. Í fyrsta lagi að hvetja nemendur til flæðis í sköpun, í öðru lagi að gefa þeim tækifæri til að æfa sig á þessum tilteknu formum og í þriðja lagi að æfa sig á notkun á línuteipi. Línuteipið gefur skarpar brúnir og er eitthvað sem allir bílamálarar og aðrir málarar þekkja vel í sinni vinnu. Í verkefninu þurftu nemendurnir sérstaklega að passa að blæðingar undir teipið ættu sér ekki stað.
Nemendurnir munu þurfa að nota sömu form í lokaverkefninu sínu en það verkefnigildir 30% upp í sveinsprófið.

Á meðfylgjandi mynum eru sýnishorn af verkum nemendanna.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira