Gamanleikurinn Vinir

12/2/2018

  • Leikfélag Borgarholtsskola setur upp leikritið Vinur í febrúar 2018

Leikfélag Borgarholtsskóla frumsýnir miðvikudaginn 14. febrúar gamanleikinn Vinir í leikstjórn Guðmundar Felixsonar. Leikritið er byggt á bandarísku grínþáttunum Friends og var handritið samið af leikhópnum í samvinnu við leikstjórann.

Leikarar í sýningunni eru Alexandra Líf Samúelsdóttir, Bergur Hrafn Jónsson, Dagur Logi Ingimarsson, Fanney Ágústa Sigurðardóttir, Gabríella Rós Jónasdóttir, Guðmundur Árni Bang Hlynsson, Hjörtur Logi Þorgeirsson, Jökull Elí Þorvaldsson, Magnea Marín Halldórsdóttir, Sverrir Arnar Ragnarsson, Tinna María Árnadóttir. Framkvæmdastjóri er Magnús Eðvald Halldórsson.

Sýningatímar eru:
Frumsýning, 14. febrúar - kl. 20:00 (UPPSELT)
2. sýning, 15. febrúar - kl. 20:00 (UPPSELT)
3. sýning, 16. febrúar - kl. 20:00 (ÖRFÁIR MIÐAR EFTIR)
4. sýning, 17. febrúar - kl. 17:00
5. sýning, 17. febrúar - kl. 20:00

Miðaverð: 3.500.- kr.
Innan NFBHS: 2.500.- kr.

Miða er hægt að kaupa í matsal skólans í hádeginu eða á tix.is .


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira