Leiklistarnemendur í leikhúsi
Nemendur í listnámi enduðu leiklistaráfanga annarinnar á því að sjá tvær leiksýningar í Þjóðleikhúsinu, Kópavogskróniku og Nashyrningana.
Nemendur sjá venjulega margar sýningar í leikhúsunum á meðan að á námi stendur en þær hafa verið fáar síðustu þrjár annir vegna Covid heimsfaraldurs. Það var því kærkomið fyrir nemendur að fara saman og njóta góðra sýninga í annarlok.