Leiklistarnemar í London

28/11/2019 Listnám

  • Hópurinn allur með kennurunum
  • Á fyrirlestri í Rose Bruford leiklistarskólanum
  • Í National Theatre
  • Leikmunadeild National Theatre könnuð
  • Á lestarstöð
  • Brugðið á leik í London

Nemendur og kennarar á leiklistarkjörsviði listnámsbrautar skólans fóru í menningarferð til London á dögunum.

Í ferðinni heimsóttu nemendur Rose Bruford leiklistarskólann og fengu kynningu á námsbrautum hans. Einnig sáu nemendur fjórar leiksýningar, söngleikina Hamilton og Book of Mormon, ásamt A Midsummer Nights Dream í Globe leikhúsinu og Drink Rum With Expats í SoHo leikhúsinu. Nemendur fóru einnig baksviðs í National Theatre og heimsóttu söfn ásamt því að skoða borgina.

Ferðin lukkaðist með ágætum og nemendur komu heim með nýjan fróðleik í farteskinu.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira