Leiklistarnemar í London
Nemendur og kennarar á leiklistarkjörsviði listnámsbrautar skólans fóru í menningarferð til London á dögunum.
Í ferðinni heimsóttu nemendur Rose Bruford leiklistarskólann og fengu kynningu á námsbrautum hans. Einnig sáu nemendur fjórar leiksýningar, söngleikina Hamilton og Book of Mormon, ásamt A Midsummer Nights Dream í Globe leikhúsinu og Drink Rum With Expats í SoHo leikhúsinu. Nemendur fóru einnig baksviðs í National Theatre og heimsóttu söfn ásamt því að skoða borgina.
Ferðin lukkaðist með ágætum og nemendur komu heim með nýjan fróðleik í farteskinu.