Leiklistarnemar í Borgarleikhúsinu

8/3/2019 Listnám

  • Í Borgarleikhúsinu að hlusta á samlestur
  • Hlustað af athygli á samlestur

Mánudaginn 4. mars var 2. og 3. árs leiklistarnemum Borgarholtsskóla, ásamt nemendum úr MR og FSU, boðið að vera viðstödd samlestur í upphafi æfingatíma Borgarleikhússins á leikritinu Kæra Jelena eftir Ljúdmíla Razumovskaja.

Leikhópurinn sem að sýningunni stendur ræddi svo við nemendur um verkið, boðskap þess og erindi þess við nútímann.

Nemendunum verður svo boðið að sjá æfingu aftur rétt fyrir frumsýningu.

Það er mikils virði fyrir nemendur að fá slík tækifæri því það veitir ómetanlega innsýn í hugsanlegt framtíðar atvinnu umhverfi.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira