Landsliðsstyrkur veittur í annað sinn
Landsliðstyrkur til nemenda af afreksíþróttasviði var veittur í annað sinn þann 30. apríl.
10 einstaklingar af sviðinu fóru erlendis í keppnisferð með landsliðum sínum á þessari önn og fengu þar af leiðandi landsliðsstyrk sem er 25.000 kr.
Eftirtaldir nemendur fengu styrk:
Íshokkí: Elvar Snær Ólafsson, Edmunds Induss og Gabriel Camilo kepptu fyrir U18 í 3. deild A í Tævan nýverið. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sína deild. Liðinu var stjórnað af Vilhelm Má Bjarnasyni, þjálfara á afreksíþróttasviði.
Handbolti: Andrea Jacobsen og Helena Ósk Kristjánsdóttir voru valdar í U17 ára landslið kvenna sem tók þátt í undankeppni EM í Færeyjum. Liðið komst því miður ekki áfram. Thea Imani Sturludóttir og Hulda Dagsdóttir voru valdar í U19 og tóku þátt í undankeppni EM í Makedóníu í apríl, liðið komst því miður ekki áfram. Kristján Örn Kristjánsson var valinn í æfingaferð til Þýskalands með U19 ára liðinu og skoraði 21 mark í 5 leikjum.
Fótbolti: Hulda Hrund Arnarsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir fóru til Frakklands og tóku þátt í undankeppni EM með U19 ára landsliði kvenna.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn sem fékk viðurkenninguna ásamt Inga Boga aðstoðarskólameistara og Sveini verkefnisstjóra afreksíþróttasviðs.