Landsliðsstyrkur afhentur nemendum á afrekssviði

10/5/2016

  • Afreksnemendur fá styrk fyrir þátttöku í landsliðsverkefnum á vorönn 2016

Í gær, mánudaginn 9. maí,  var nemendum á afrekssviði afhentur landsliðsstyrkur.  Þetta er í 4. sinn sem þessir styrkir eru veittir.  Þeir nemendur sem hafa tekið þátt í landsliðsverkefnum á vorönn á vegum sérsambands fá 25.000 kr. styrk. Þetta fyrirkomulag hefur mælst vel fyrir þar sem töluverður kostnaður getur fylgt þátttöku í slíkum verkefnum.

Eftirfarandi nemendur fengu styrk að þessu sinni:
Elvar Snær Ólafsson og Hjalti Jóhannsson fóru til Mexíkó með U20 ára landsliði Íslands í íshokkí.
Helgi Guðjónsson knattspyrnumaður tók þátt í milliriðli fyrir EM í Frakklandi í apríl með landsliði Íslands.
Bryndís Bolladóttir sundkona keppti fyrir Íslands hönd hér á landi.
Thea Imani Sturludóttir og Hulda Dagsdóttir kepptu í undankeppni HM í handbolta hér á landi.
Kristján Örn Kristjánsson fór til Póllands og keppti í undankeppni EM U20 í handbolta.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira