Landsliðsstyrkur afhentur

24/5/2022 Afrekið

  • Skarphéðinn Hjaltason, ásamt Sveini Þorgeirssyni verkefnisstjóra og syni hans.

Mánudaginn 16. maí var afhentur landsliðsstyrkur til sex nemenda Borgarholtsskóla fyrir landsliðsverkefni á skólaárinu 2021-2022. Tveir nemendur fengu styrk bæði á haust- og vorönn.

Nemendur sem fengu styrk á haustönn 2021 voru eftirfarandi: 

Elín Boama Darkoh Alexdóttir keppir í íshokkí. Hún fór með A-landsliðinu til London að keppa í undankeppni Ólympíuleikanna og keppti einnig með U19 landsliðinu á 4 Nations (fjögurra þjóða) mótinu.
Samuel Josh Manzanillo Ramos keppir í karate. Í byrjun skólaárs fór hann til Finnlands og keppti á Evrópumeistaramóti í karate fyrir hönd Íslands. Í nóvember fór hann svo á Norðurlandamót.
Valdís Unnur Einarsdóttir keppir í blaki. Hún keppti með U19 landsliðinu í Finnlandi.
Böðvar Bragi Pálsson keppir í golfi. Böðvar Bragi tók þátt í Evrópumeistaramóti drengja í golfi í Eistlandi sumarið 2021. Liðið endaði í 5. sæti og Böðvar Bragi í 3. sæti sem var besti árangur Íslendinganna.

Nemendur sem fengu styrk á vorönn 2022 voru eftirfarandi: 

Elín Boama Darkoh Alexdóttir keppir í íshokkí. Hún keppti á heimsmeistaramóti U19 landsliða í Króatíu í maí.
Skarphéðinn Hjaltason keppir í júdó. Hann keppti á Copenhagen Open í apríl og á Norðurlandamóti á Íslandi en þar varð hann í 3. sæti í U21 -90kg.
Samuel Josh Manzanillo Ramos keppir í karate. Hann tók þátt á Evrópumeistaramóti fullorðinna í karate.
Gunnlaugur Þorsteinsson keppir í íshokkí. Hann keppti ásamt landsliðinu á heimsmeistaramóti U18 í Istanbul. 

Aðeins einn af þessum afreksnemendum gat verið viðstaddur þegar styrkurinn var afhentur og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira