Landsliðsstyrkur afhentur

17/5/2019 Afrekið

  • Afreksnemendur taka á móti landsliðsstyrk

Miðvikudaginn 8. maí var nemendum á afrekssviði afhentur landsliðsstyrkur. Þetta er í 10. sinn sem þessir styrkir eru veittir. 12 nemendur sem tóku þátt í landsliðsverkefnum fengu styrk upp á 25.000 kr.

Nemendurnir sem hlutu styrk eru:

Daníel Sverrir Guðbjörnsson sem keppir í dansi. Daníel ásamt dansdömu sinni er Austur-Bandaríkjameistari í U21 annað árið í röð og Austur-Bandaríkjameistari í Amateur Rising Star 2019. Þau lentu í 21. sæti í Blackpool U21 og höfnuðu í 4. sæti á HM í París 2018.

Steindór Máni Björnsson tók þátt í sterku Evrópumóti í Álaborg í Danmörku í febrúar á þessu ári með landsliði Íslands í keilu.

Magnús Gauti Úlfarsson tók þátt í heimsmeistaramóti í einstaklingskeppni fullorðinna í borðtennis í Budapest. Það var í fyrsta sinn sem hann keppir á heimsmeistaramóti og stóð hann sig vel.

Stígur Hermannsson Aspar lék með íslenska karlalandsliðinu í íshokkí skipað leikmönnum 18 ára og yngri í A-riðli 3. deildar á heimsmeistaramótinu í Búlgaríu. Liðið lenti í öðru sæti.

Brynjólfur Óli Karlsson og Ragna Sigríður Ragnarsdóttir eru sundfólk og munu þau taka þátt í Smáþjóðaleikunum síðar í þessum mánuði.

Þórður Jökull Henrysson tók þátt með landsliði Íslands í Evrópumóti ungmenna í karate í Álaborg í febrúar 2019. Þá keppti hann á sænsku bikarmóti í karate í Stokkhólmi mars 2019.

Dagbjartur Sigurbjartsson tók þátt í verkefni á vegum yngri landsliða í golfi. Dagbjartur hefur keppt með landsliðinu í Octagonal Match á Spáni og hafnaði það í 4 sæti. Dagbjartur náði góðum árangri á Ítalíu í mars og Skotlandi núna í apríl.

Kristófer Karl Karlsson tók einnig þátt í verkefni á vegum yngri landsliða í golfi. Kristófer fór með landsliðinu til Budapest í september og keppti í Berlin í október. Hann keppti á þremur mótum í Florida í vetur og fór með A landsliðinu til Spánar í janúar.

Benedikt Gunnar Óskarsson og Goði Ingvar Sveinsson kepptu með U19 ára landsliði í handbolta á móti í Þýskalandi milli jóla og nýárs í fyrra. Þeir stóðu sig vel og höfnuðu í 3ja sæti.

Þorgils Máni Eggertsson keppti með U20 ára landsliði Íslands í íshokkí fyrr í vetur. Liðið hafnaði í 3. sæti á mótinu.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar styrkurinn var afhentur. Fleiri myndir má sjá á vef afreksíþróttasviðs .


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira