Landsliðsstyrkur

29/1/2020 Afrekið

  • Afreksnemendur fá landsliðsstyrk

Á dögunum var nemendum á afreksíþróttasviði afhentur landsliðsstyrkur. Þetta er í ellefta sinn sem þessir styrkir eru veittir. Þeir nemendur sviðsins sem tóku þátt í landsliðsverkefnum á vegum sérsambands á haustönn 2019 gátu sótt um styrkinn.

Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendinguna. Á henni eru, talið frá vinstri: Sveinn verkefnisstjóri afreksíþróttasviðs, Brynjólfur (sund), Jóhann Árni (fótbolti), Þórður Jökull (karate), Sigvaldi (blak), Ragna (sund), Bergrún (frjálsar íþróttir), Samuel (karate), Böðvar (golf), Gestur (borðtennis) og Ársæll skólameistari.
Á myndina vantar Elínu (íshokkí), Valdísi (blak), Dagbjart (golf), Þórð (fótbolta) og Benedikt Gunnar (handbolti).


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira