Landsliðsstyrkir til afreksíþróttanema

12/5/2017

  • Landsliðsstyrkir til nemenda á afreksíþróttasviði vor 2017

Þann 10. maí voru landsliðsstyrkir á afreksíþróttasviðinu afhentir í 6. sinn. Að þessu sinni fengu 20 nemendur styrk og hafa aldrei verið fleiri. Þeir nemendur sem hafa tekið þátt í landsliðsverkefnum á vegum sérsambands fá 25.000 kr. styrk. Hér er um að ræða nemendur sem keppa fyrir Íslands hönd (ein keppir fyrir BNA) í yngri landsliðum (nokkrir hafa þó keppt fyrir A landslið).

Afhendingin var sérlega fjölmenn á þessu vori og hafa aldrei fleiri fengið styrk á einni önn, eða alls 20 nemendur.

Eftirfarandi nemendur fengu styrk að þessu sinni fyrir verkefni sem tilgreind eru hér að neðan.

  • Sara Dögg Hjaltadóttir og Sara Sif Helgadóttir tóku þátt í undankeppni í Póllandi með U17 ára landsliði kvenna í handbolta.
  • Arnar Máni, Goði Ingvar, Arnór Snær, Tumi Steinn, Daníel Freyr og Hafsteinn Óli tóku allir þátt í verkefni unglingalandsliði karla U17 í Frakklandi í handbolta.
  • Bryndís Bolladóttir sundkona var valin til þátttöku á Smáþjóðaleikunum sem fara fram snemmsumars í San Marínó.
  • Sigríður Dröfn Auðunsdóttir skíðakona keppti í Tyrklandi á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Erzurum.
  • Maksymilian Jan, Vignir Freyr Arason, Hugi Rafn Stefánsson og Jón Albert Helgason ferðuðust alla leið til Nýja Sjálands til að keppa í íshokkí með U20 ára landsliði Íslands.
  • Hjalti Jóhannsson og Elvar Snær Ólafsson kepptu fyrir hönd Íslands í Rúmeníu á heimsmeistaramóti í íshokkí.
  • Berlind Benediktsdóttir og Andrea Jacobsen handboltakonur kepptu í undankeppni Evrópumótsins á Spáni í mars.
  • Sara Margrét Brynjarsdóttir tók þátt í verkefni með bandaríska A landsliði kvenna í handbolta í Bandaríkjunum.

Þessir krakkar voru öll landi og þjóð til sóma og stóðu sig vel.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira