Ferð til Qatar

26/2/2018

  • Steindór Máni Björnsson í ferð til Qatar
  • Steindór Máni Björnsson í ferð til Qatar
  • Steindór Máni Björnsson í ferð til Qatar
Dagana 12.-18. febrúar fór Steindór Máni Björnsson nemandi í Borgarholtsskóla til Doha, höfuðborgar Qater með U20 landsliðinu í keilu.
Ferðin var mjög lærdómsrík og telur Steindór það frábært tækifæri að vera hluti af slíku liði.
Fyrst var einstaklingskeppni, síðar tvímenningur og liðakeppni. Steindóri gekk ágætlega og leggur sig nú allan fram fyrir næsta verkefni sem er Evrópumót unglinga, sem haldið verður í Álaborg dagana 22.3 - 2. 4.

Steindór Máni er ánægður með að vera á afreksíþróttasviði, það veitir honum aðhald og aukinn styrk.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni.

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira