Kynnisferð í Héðinn
Miðvikudaginn 6. apríl fóru nemendur í lokaáfanga aflvélavirkjunar í vettvangsferð í vélsmiðjuna Héðinn.
Tekið var á móti hópnum með rausnarlegum veitingum og fyrirtækið og starfsemi þess kynnt. Að því loknu var gengið um vélsmiðjuna með leiðsögn og vélar og búnaður skoðaður. Mikil starfsemi er í fyrirtækinu en þeir eru meðal annars þjónustuaðilar fyrir Kongsberg vélbúnað. Stálsmíðin er bæði unnin í venjulegu og rústfríu stáli.
Heimsóknin tókst vel og höfðu stjórnendur Héðins orð á því hversu gaman væri að fá loks einhverja nemendur í heimsókn eftir langt hlé.