Kynningarfundur um rafræna ferilbók

5/3/2019 Félagsvirkni– og uppeldissvið

  • Embla flytur erindi um rafræna ferilbók
  • Embla Gunnlaugsdóttir

Stýrihópur um rafræna ferilbók, sem starfar fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið boðaði til opins kynningarfundar fimmtudaginn 28 febrúar. Margir fræðingar höfðu sitt að segja og komu með góð innlegg á fundinum.

Embla Gunnlaugsdóttir, sem er nemi á félags- og tómstundabraut, var beðin um að fjalla um notkun ferilbókar út frá eigin reynslu. Hún hefur bæði verið í vinnustaðanámi á Íslandi og erlendis á vegum skólans og hefur því góða reynslu af ferilbókum. Segja má að hún hafi sagt allt sem segja þurfti um mikilvægi þess að gera ferilbækur rafrænar frá sjónarhorni allra aðila sem koma að námi nemenda. Rafræn ferilbók er mikilvæg fyrir nemendur því með henni geta þeir fylgst enn betur með hvar þeir eru staddir í sínu starfsnámi, hvar þeir geta bætt sig og í hverju þeir eru orðnir góðir. Eins og Embla benti á þá færu pappírs ferilbækur til vinnustaðaleiðbeinandans. Neminn hefur oft lítinn aðgang að þeim, til að blaða í og skoða hvar hann er staddur, fyrr en við lok vinnustaðanáms. Hann getur því illa fylgst með eigin framförum og á þar með erfitt með að setja sér markmið til að auka hæfni í starfi.

Við í Borgarholtsskóla eru mjög stolt af Emblu og hennar framlagi í þessa mikilvægu umræðu um rafræna ferilbók.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira