Kynningarfundur fyrir foreldra
Miðvikudaginn 7. september var haldinn fjölmennur kynningafundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema.
Ársæll Guðmundsson skólameistari og Ingi Bogi Bogason aðstoðarskólameistari kynntu skólastarfið og foreldraráðið.
Forvarnarfulltrúarnir Ásta Laufey, Guðný María og Sigurður
Þórir kynntu sig og sögðu frá hvaða hlutverki þau gegna í tengslum við félagsstarf nemenda.
Náms- og starfsráðgjafarnir Kristín Birna Jónasdóttir og Sandra Hlín Guðmundsdóttir ásamt Eiríki Ellertssyni dyslexíuráðgjafa kynntu stuðningsþjónustu skólans.
Anton Már Gylfason mætingastjóri fór yfir reglur um mætingu og skólasókn.
Fulltrúar frá nemendafélaginu kynntu sína starfsemi.
Að þessu loknu var foreldrum boðið að fara í kennslustofur og hitta umsjónarkennara sinna barna.