Kynningarfundur fyrir dreifnám
Fimmtudaginn 22. ágúst fór fram kynningarfundur fyrir nýnema í dreifnámi félagvirkni- og uppeldissviðs.
Kynningin fór fram í fyrirlestrarsal skólans og byrjaði með því að skólameistari bauð nemendur velkomna í skólann.
Sviðsstjóri og deildarstjóri félagsvirkni- og uppeldissviðs fóru yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga nú við upphaf annar og stoðþjónusta skólans var kynnt.
Nemendur gengu í fylgd safnstýru upp á bókasafn og fengu stutta kynningu á þeirri þjónustu sem þar er veitt.
Að lokum var farið í tölvustofur þar sem fyrstu skrefin í Moddle voru tekin.