Kynningarfundur
Nýnemar af þjónustubrautum í dreifnámi komu í skólann í gær í fyrsta skipti á þessari önn.
Nemendur
voru boðnir velkomnir á stuttum fundi í fyrirlestrarsal skólans. Þeir
fengu kynningu á náminu og stoðþjónustu skólans og þeim var svo boðið
upp á bókasafn. Safnið var skoðað og starfsemi þess kynnt. Að því
loknu fóru nemendur í tölvustofur þar sem fyrstu skrefin voru stigin.
Í dag og á morgun fer svo fram fyrsta staðlota annarinnar.