Kynningar fyrir 10. bekkinga

10/3/2021

  • Heimsókn í listnám
  • Heimsókn í málmdeild
  • Heimsókn á félagsvirkni- og uppeldissvið
  • Heimsókn í verknámshús
  • Heimsókn í bíliðngreinar
  • Ljósmyndun
  • Bóknám
  • Fulltrúar nemendafélagsins
  • Í matsalnum

Þessa vorönn koma samkomutakmarkanir í veg fyrir að hægt sé að hafa hefðbundið opið hús fyrir þá nemendur sem eru að koma úr grunnskóla. Þess í stað er boðið upp á kynningar fyrir þennan hóp og standa þær nú yfir.

Einni kynningu er lokið og fór hún fram mánudaginn 8. mars. Ársæll Guðmundsson skólameistari tók á móti nemendunum í matsal skólans og bauð þá velkomna.

Gestunum var svo skipt upp í litla hópa og var þeim fylgt um skólahúsnæðið og hið fjölbreytta námsframboð kynnt. Að lokum var öllum boðið upp á hressingu og fulltrúar frá nemendafélaginu kynntu félagslíf skólans.

Næstu kynningar eru fyrirhugaðar fimmtudaginn 11. mars, mánudaginn 15. mars og fimmtudaginn 18. mars. Mikilvægt er að skrá sig á þær kynningar í s. 535-1700 eða í tölvupósti í netfangið borgo@borgo.is

Kynning á Borgarholtsskóla

Zoom fundur verður fyrir forráðamenn 10. bekkinga og koma nánari upplýsingar um hann síðar.


Athugið að búið er að bæta við einni kynningu og verður hún mánudaginn 12. apríl kl. 15:00-16:00.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira