Kynningarfundur fyrir nýnema og foreldra þeirra
Mánudaginn 19. ágúst 2019 var haldinn fjölmennur kynningarfundur fyrir nýnema og forráðamenn þeirra í Borgarholtsskóla.
Skólameistari og aðstoðarskólameistari ávörpuðu fundinn og buðu nemendur velkomna til starfa í því samfélagi sem skólinn er.
Námsráðgjafi, bókasafnsstýra og félags- og forvarnarfulltrúar kynntu ýmislegt sem snýr starfsemi skólans og þjónustu.
Stjórn Nemendafélags BHS kynntu sig, sögðu frá félagslífinu og hvöttu nemendur til að taka þátt í því.
Að lokum var nemendum og forráðamönnum þeirra boðið að fara inn í kennslustofu þar sem tækifæri gafst til að fræðast enn frekar um skólastarfið og hitta umsjónarkennara.