Kynningarfundur
Nýnemum í dreifnámi á félagsvirkni- og uppeldissviði var boðið á kynningarfund í skólanum í gær, fimmtudaginn 10. janúar.
Ársæll Guðmundsson skólameistari bauð nemendur velkomna og stoðþjónusta skólans var kynnt.
Gengið var upp á bókasafn og sagt frá þeirri þjónustu sem í boði er þar.
Að lokum settust nemendur í tölvustofur, skráðu sig inn á tölvukerfi skólans og fengu aðstoð við fyrstu skrefin í upplýsingakerfinu Innu og námsumsjónarkerfinu Moodle.