Kynning fyrir umsækjendur

8/5/2017

  • Áhugasamir umsækjendur og forráðamenn
  • Áhugasamir umsækjendur og forráðamenn
  • Kynning-m-og-b-3
  • Áhugasamir umsækjendur og forráðamenn
  • Áætlað áfangaframboð

Margar og góðar umsóknir um nám á málm- og véltæknibraut og í grunndeild bíliðna bárust frá 10. bekkingum í nýafstöðnu forvali fyrir framhaldsskólanám næsta haust. Umsækjendum ásamt forráðamönnum var boðið að heimsækja skólann og skoða þá aðstöðu sem fyrir hendi er í iðndeildum skólans. Fengu gestirnir leiðsögn kennara um bíla- og málmskála, sáu nemendur og kennara við vinnu sína og fengu að reyna sig við handverkið. Að lokum gæddu gestir sér á kaffiveitingum og fengu tækifæri til að spjalla við kennara og skólastjórnendur. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru við þetta tækifæri.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira