Kvikmyndaverðlaun

18/2/2019 Listnám

  • Mynd Huldu Heiðdal, Skuggalönd, hlaut þrenn verðlaun á Kvikmyndahátíð framhaldskólanna

Stuttmynd Huldu Heiðdal Hjartardóttur, Skuggalönd, vann til þrennra verðlauna á Kvikmyndahátíð framhaldskólanna sem fór fram dagana 16.-17. febrúar.

Stuttmyndin byggir á persónulegri reynslu Huldu af andlegum veikindum. Skuggalönd fékk viðurkenningu fyrir kvikmyndatöku, leik og var valin besta myndin.

Hulda Heiðdal brautskráðist frá Borgarholtsskóla í maí 2018 og var Skuggalönd lokaverkefni hennar frá listnámsbraut.

Andri Óskarsson hlaut verðlaun fyrir bestu tæknilegu útfærsluna í mynd sinni Ghostbusters a fan film - Draugurinn.

Andri stundar nám á listnámsbraut með kvikmyndagerð sem kjörsvið.

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna hefur verið haldin síðan 2015. Tilgangur hátíðarinnar er að efla sköpun ungmenna og búa til vettvang fyrir nemendur sem hafa áhuga á kvikmyndagerð til að sýna sín verk og sjá verk annarra.

Meðfylgjandi mynd er fengin að láni af vef Ríkisútvarpsins .


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira