Kvikmyndahátíð framhaldskólanna
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna fer fram dagana 11. - 12. febrúar. Hátíðin er haldin af Fjölbrautaskólanum við Ármúla og Borgarholtsskóla í samstarfi við Bíó Paradís.
Hátíðin hefur þann tilgang að efla sköpun ungmenna og búa til vettvang fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á kvikmyndagerð. Þar gefst þeim tækifæri til að sýna áhorfendum verk sín og skoða verk annarra.
Vandaðar stuttmyndir verða valdar á hátíðina og keppa þær um vegleg verðlaun. Verðlaun verða veitt fyrir bestu myndina, bestu tækniútfærslu og bestan leik. Dómnefnd skipa þrír einstaklingar sem allir hafa víðtæka reynslu úr kvikmyndagerð.
Kvikmyndahátíðin er skipulögð af nemendum fyrir nemendur. Formenn hátíðarinn eru Íris Irma Ernisdóttir og Sindri Snorrason.
Vefur Kvikmyndahátíðar framhaldskólanna
Snapchat: khfbio