Komin heim úr vinnustaðanámi
Þrír nemendur í félagsmála- og tómstundanámi eru nýlega
komnir heim eftir að hafa dvalið í 4 vikur erlendis í vinnustaðanámi, tvö
fóru til Portúgal og ein til Danmerkur.
Mánudaginn 24. apríl héldu nemendurnir frábæra fyrirlestra
fyrir samnemendur og kennara um dvölina erlendis. Eins og sjá má héldu þau
athygli áheyrenda vel, enda margar skemmtilegar lýsingar og sögur sem voru
sagðar af þeirri upplifun að fá að taka hluta af
vinnustaðanáminu sínu erlendis.
Allt stefnir í að helmingi fleiri nemendur í félags- og tómstundanámi, leikskólaliðanámi og félagsliðanámi, nýti sér þetta einstaka tækifæri á næstu önn og feti í þeirra fótspor og dvelji erlendis í 4 vikur í vinnustaðanámi.