Kom færandi hendi
Á dögunum kom Jón Magnús Arnarsson færandi hendi og gaf bókasafni skólans eintak af verki sínu Tvískinnungur.
Leikritið Tvískinningur er fyrsta leikrit Jóns Magnúsar og er að hluta til byggt á reynslu hans af neyslu og stormasömu ástarsambandi. Hann segir sjálfur að það sé einhvers konar uppgjör hans við óheiðarleikann.
Þessi gjöf á eftir að koma sér vel fyrir nemendur í leiklist á listnámsbraut og er höfundi færðar þakkir fyrir.