Kökusala til styrktar ABC

6/12/2021 Bóknám

  • Laufey Birgisdóttir tekur við ágóðanum af Emilíu Röfn og Rebekku Rán
  • Laufey útskýrir þróunarverkefnið fyrir nemendum
  • Kökusala til styrktar ABC barnahjálp

Í síðustu viku fékk hópur nemenda í lífsleikni hjá Sigurði Þóri Þorsteinssyni heimsókn frá ABC barnahjálp , sem sagði þeim frá hjálparstarfinu. Í kjölfarið ræddu nemendur um hvað þau gætu gert til þess að styðja þetta starf. Niðurstaðan var sú að halda kökusölu í matsal skólans og selja til styrktar ABC.

Þriðjudaginn 30. nóvember var svo komið að sölunni og nemendur seldu kökur í gríð og erg í matsalnum. Allur ágóði sölunnar rann svo til styrktar ABC barnahjálpinni. Laufey Birgisdóttir frá ABC barnahjálp kom og veitti ágóðanum viðtöku 6. desember en tæplega 30 þúsund krónur söfnuðust. Laufey þakkaði kærlega fyrir styrkinn og útskýrði fyrir nemendum hvað upphæðin yrði notuð í. Þessir peningar munu fara í þróunarverkefni þar sem spjaldtölvur verða keyptar fyrir nemendur til að læra stærðfræði. Með því að reikna stærðfræðidæmi vinna nemendurnir sér inn broskalla. Þegar nemandi hefur safnað milljón brosköllum hefur hann safnað nægilegri upphæð í rafmynt til þess að kaupa spjaldtölvuna sér til eignar. 

Anton Már Gylfason, aðstoðarskólameistari, talaði við nemendur eftir að Laufey lauk máli sínu. Hann sagði skólann ákaflega stoltan af þeim og þeirra framtaki í að láta gott af sér leiða í þágu þeirra sem minna mega sín.  


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira