Kennaranemar
Það er fengur fyrir Borgarholtsskóla að taka þátt í vettvangsnámi kennaranema og fá þannig beint í æð það sem er að gerast í námi
til undirbúnings kennararéttindum í HÍ.
Í vetur verða 7 kennaranemar í ýmsum greinum í vettvangsnáminu. Þau komu þriðjudaginn 20. september á
sinn fyrsta fund í skólanum.
Það verður ánægjulegt að kynnast þeim og vonandi eiga þau eftir njóta verunnar
hér og samskipta við starfsfólk og nemendur. Þau eru öll boðin hjartanlega velkomin.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar nemarnir fengu smá morgunhressingu, en þetta
eru þau Navina (enska), Stephanie (þýska), Katherine (enska),
Sara (kynjafræði) og Þorsteinn (stjórnmál), ásamt Antoni kennslustjóra. Á myndina vantar þær Ástu (listfræði) og Berglindi (félagsgreinum).