Jólavika NFBHS

7/12/2021

  • Jólagleði með piparkökum
  • Möndlunefnd Nemendafélagsins
  • Piparkökuskreytingar
  • Kakó og piparkökur í matsal

Nemendafélag skólans stóð fyrir jólaviku í síðustu viku. Skólinn var skreyttur hátt og lágt og nemendafélagið stóð fyrir mörgum viðburðum.

Meðal þess sem boðið var upp á var sýning á jólamyndinni Elf í matsal skólans í hádeginu á mánudag og þriðjudag. Á mánudaginn var gengið um matsalinn og boðið upp á kakó.

Á þriðjudaginn voru piparkökuskreytingar og á fimmtudaginn var keppni um ljóstustu jólapeysuna.

Nýstofnuð möndlunefnd efndi  til möndlugjafaleiks með glæsilegum vinningum sem dregnir voru út 1. desember.

Að lokum má nefna að í vikunni fór fram sala á nýjum skólafötum Borgarholtsskóla sem NFBHS stóð fyrir. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira